Ofurtölvan hefur stokkað spil sín og spáir því að Englendingar fari í úrslit Evrópumótsins, 16 liða úrslitin hefjast á morgun.
Því er spáð af Ofurtölvunni að Englandi hafi betur gegn Þýskalandi og þá er leiðin greið í úrslitaleikinn.
Ofurtölvan spáir því að Frakkland og Ítalía fari í undanúrslit á hinum endanum og að Frakkar fari í úrslit.
Því er svo spáð að Heimsmeistararnir hafi betur gegn Englandi í úrslitaleiknum sem fram fer á Wembley í Lundúnum.
Svona verður leiðin í úrslit ef Ofurtölvan stokkaði spil sín rétt.