fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Nuno Espirito Santo efstur á óskalista Tottenham þessa stundina – Stuðningsmenn ósáttir

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 19:45

Nuno Espirito Santo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum þjálfari Wolves, Nuno Espirito Santo, er nú efstur á óskalista Tottenham. Félagið hefur reynt að ráða þjálfara síðan að Mourinho var rekinn í apríl, án árangurs.

Tottenham hefur verið í viðræðum við allnokkra stjóra, Nagelsmann, Conte, Rodgers, Ten Hag, Pochettino, Fonseca, Gattuso og Lopetegui en þeir hafa allir hafnað félaginu.

Sportsmail greinir frá því að stjórnarformaður Tottenham, Daniel Levy, vilji helst fá Nuno til félagsins og er stjórnin samþykk því. Það kemur fram í greininni að Graham Potter, stjóri Brighton, sé einnig á óskalistanum.

Nuno náði frábærum árangri með Wolves en búist var við því að hann vildi fara heim til Portúgal og vera með fjölskyldunni. Honum þykir áhugi Tottenham samt sem áður spennandi og gæti vel hugsað sér að þjálfa einn af stærstu klúbbum Englands.

Nokkrir stjórnarmenn Tottenham hafa töluverðar áhyggjur af því hvernig síðasta tímabil endaði hjá Wolves undir stjórn Nuno en aðrir telja að hann hafi bara ekki fengið tækifæri til að styrkja liðið eftir söluna á Diogo Jota til Liverpool og meiðsli Raul Jimenez.

Stuðningsmenn liðsins virðast þó ekki vera sáttir við Nuno ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlinum Twitter. Þeir eru sagðir vera óánægðir með fótboltann sem hann spilaði hjá Wolves.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár