fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Haukar, Völsungur og Þór í 16-liða úrslit

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 21:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukar, Völsungur og Þór eru komin í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir sigra á andstæðingum sínum í 32-liða úrslitunum í dag.

Þór lagði Grindavík

Þór tók á móti Grindavík á Akureyri og komst áfram með sigri.

Jakob Snær Árnason kom heimamönnum yfir strax á 4. mínútu. Staðan var 1-0 þar til eftir klukkutíma leik þegar Alvaro Montejo tvöfaldaði forystu Þórsara.

Mirza Hasecic minnkaði muninn fyrir Grindavík þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Nær komust þeir þó ekki. Lokatölur 2-1.

Haukar fóru góða ferð norður

Haukar fóru norður og sóttu góðan sigur á heimavelli KF.

Kristófer Dan Þórðarson kom gestunum yfir á 5. mínútu. Cameron Botes jafnaði fyrir KF strax fimm mínútum síðar.

Það var svo Tómas Leó Ásgeirsson sem gerði sigurmark Hauka á 68. mínútu. Lokatölur 1-2.

Völsungur áfram eftir sigur á Leikni F

Völsungur tók á móti Leikni Fáskrúðsfirði á Húsavík.

Mörkin létu bíða eftir sér í leiknum. Björgvin Stefán Pétursson kom Leikni yfir á 85. mínútu. Sæþór Olgeirsson jafnaði fyrir heimamenn stuttu síðar. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að fara í framlengingu.

Þar skoraði Jakob Héðinn Róbertsson sigurmark fyrir Völsung á 13. mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Giggs segir upp störfum
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“
433Sport
Í gær

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut