fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Kærasta Eriksen fórnaði ferlinum til að styðja hann en sambandið hefur ekki alltaf verið dans á rósum

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 14. júní 2021 20:30

Eriksen og fjölskylda Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn horfði stjarfur á þegar Christian Eriksen hneig niður í leik Danmerkur á EM á laugardaginn. Meðal áhorfenda í stúkunni var kærasta hans, Sabrina Kvist, sem hljóp út á völl til að styðja sinn mann. Eriksen fór í hjartastopp en þökk sé snöggra viðbragða á vellinum er hann nú á batavegi.

Þau kynntust árið 2012 þegar Sabrina var 18 ára en þá var hún að læra að vera hárgreiðslukona. Hún ákvað að gefa ferilinn á bátinn til þess að fylgja Eriksen til London þegar hann skrifaði undir hjá Tottenham.

Parið hafði það gott í London og urðu Sabrina og Katie Woodland, eiginkona Harry Kane, bestu vinkonur. Eriksen og Harry Kane gerðu mikið saman ásamt eiginkonum þeirra en hvorugt parið er mikið fyrir það að fara út á lífið en kjósa frekar rólegan kvöldverð í heimahúsi.

Eriksen hafði oft orð á því hver erfitt það væri fyrir kærustu sína að vera eina með honum í London og bætti henni það upp með stórkostlegum sumarfríum til Dubai, Tanzaníu og Malaysíu.

Lífið hefur þó ekki bara verið dans á rósum hjá parinu en Sabrina var sökuð um að halda framhjá Eriksen með Vertonghen, liðsfélaga hans hjá Tottenham, árið 2019. Þau neituðu orðrómnum bæði og stóð Eriksen með sinni konu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísak Snær til Lyngby

Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum