fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

AC Milan ætlar að gera Simon Kjær að fyrirliða

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 14. júní 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmenn AC Milan eru að hugsa um að gera Simon Kjær að fyrirliða liðsins en hann sýndi mikla leiðtogahæfileika í mjög erfiðum aðstæðum í leik Danmerkur á laugardag.

Eriksen féll niður rétt undir lok fyrri hálfleiks í leik Danmerkur og Finnlands á EM á laugardag. Nú hefur komið í ljós að leikmaðurinn fór í hjartastopp en snögg viðbrögð leikmanna og starfsmanna á vellinum björguðu lífi hans.

Simon Kjær spilaði lykilhlutverk í því að hjálpa Eriksen. Hann var fyrstur til hans og kom í veg fyrir að hann myndi gleypa tunguna og byrjaði hjartahnoð. Þá leiðbeindi hann öðrum leikmönnum að standa vörð um Eriksen ásamt því að hugga eiginkonu hans sem var afar brugðið.

Alessio Romagnoli, fyrirliði AC Milan, er ekki lengur byrjunarliðsmaður hjá félaginu og Gianlugi Donnarumma, varafyrirliði félagsins, er líklega á leið til PSG. Stuðningsmenn vilja ólmir að Kjær fái bandið og nú berast fréttir um að stjórnarmenn AC Milan hafi verið afar hrifnir af leiðtogahæfileikum hans og segir í frétt Sportmediaset að Paolo Maldini, sem er hátt settur í AC Milan, vilji að hann taki við bandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila