fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Andri Guðjohnsen sneri aftur eftir tíu erfiða mánuði – Margir fagna endurkomu hans

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. júní 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Lucas Guðjohnsen leikmaður Real Madrid snéri aftur á knattspyrnuvöllinn um helgina eftir langa og erfiða tíu mánuði í endurhæfingu. Andri sem er einn efnilegasti knattspyrnumaður sem Íslendingar hafa átt varð fyrir því óláni að slíta krossband á síðasta ári.

Andri Lucas er 19 ára gamall en hann hefur alla tíð búið erlendis, fyrst í Lundúnum þar sem faðir hans Eiður Smári Guðjohnsen lék með Chelsea og síðan hefur hann búið á Spáni. Fyrst var fjölskyldan búsett í Barcelona en nú í Madríd þar sem Andri og Daníel Tristan Guðjohnsen, yngri bróðir hans leika fyrir Real Madrid.

Andri Lucas er afar öflugur sóknarmaður sem hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands. Andri snéri aftur á völlinn um helgina og fagna margir því að sjá hann snúa aftur.

Faðir hans, Eiður Smári er á meðal þeirra sem fagna. „Velkominn aftur,“ skrifar Eiður Smári við færsluna sem Andri birtir á Instagram.

„Þvílíkur maður,“ skrifar Andri Fannar Baldursson leikmaður Bologna og fleiri taka í sama streng, þar á meðal er Auðunn Blöndal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn