fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

,,Vildi að hann myndi toga fjandans sokkana upp og líta út eins og knattspyrnumaður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 21:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska goðsögnin Paul Gascoigne hrósaði Jack Grealish fyrir frammistöður sínar á knattspyrnuvellinum í viðtali við Daily Mail. Hann gagnrýndi leikmanninn þó fyrir að hafa sokkana sína eins neðarlega og raun ber vitni á meðan hann spilar.

Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa og leikmaður enska landsliðsins, hefur vakið athygli fyrir það að vera með sokkana sína fyrir neðan kálfa í leikjum. Sjálfur hefur leikmaðurinn sagt að það tengist hjátrú.

,,Jack Grealish er góður. Ég vildi bara að hann myndi toga fjandans sokkana upp og líta út eins og knattspyrnumaður! Hann er þó alltaf tilbúinn til þess að fá boltann, sem er gott,“ sagði Gascoigne.

Grealish er að sjálfsögðu á leið með Englendingum á Evrópumót landsliða sem hefst í vikunni. Sjálfur lék Gascoigne 57 landsleiki fyrir England á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær