fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Sjáðu einkunnir úr jafnteflinu í Póllandi – Brynjar Ingi bestur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 18:55

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli við það pólska á útivelli í dag. Frammistaðan heilt yfir var góð og var Ísland nálægt því að sigra. Hér neðst í fréttinni má sjá einkunnir íslensku leikmannanna.
Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik. Á 20. mínútu fékk Birkir Bjarnason færi til að koma liðinu í forystu eftir að Aron Einar Gunnarsson hafði unnið boltann vel af varnarmanni Pólverja. Skot Birkis fór þó rétt framhjá.

Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir á 24. mínútu leiksins með flottri hælspyrnu. Guðmundur Þórarinsson tók þá hornspyrnu sem rataði á Aron Einar, hann sparkaði í átt að marki þar sem Albert kom boltanum í netið af stuttu færi. Fyrst var að vísu dæmt rangstaða en eftir að hafa tekið sér langan tíma ákváðu dómarar að skoða myndbandsdómgæsluna. Þar komust þeir réttilega að því að Albert hafði verið réttstæður.

Tíu mínútum síðar jafnaði Pietr Zielenski fyrir heimamenn. Hann skoraði þá eftir fyrirgjöf sem fór framhjá íslensku varnarmönnunum.

Staðan í hálfleik var 1-1.

Brynjar Ingi Bjarnason kom Íslandi aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks með glæsilegu skoti eftir fyrirgjöf Guðmundar. Brynjar fer virkilega vel af stað með landsliðinu.

Pólverjar ógnuðu lítið lengst af í seinni hálfleik og hélt íslenska liðið þeim vel í skefjum.

Í lok leiks fóru þeir þó að gera sig hættulega og það endaði með því að Karol Swiderski jafnaði á 88. mínútu. Grátlegt að halda ekki út. Lokatölur urðu 2-2.

Hér fyrir neðan eru einkunnir Íslands.

Rúnar Alex Rúnarsson 6 (’46)

Reyndi ekki svakalega mikið á hann í fyrri hálfleiknum. Komst vel frá sínu.

Alfons Sampsted 6

Ekki áberandi fram á við en stóð vel fyrir sínu varnarlega.

Brynjar Ingi Bjarnason 8

Þvílíkir dagar hjá þessum strák. Komið vel inn í þennan landsleikjaglugga og kórónar hann með marki í dag. Gat lítið gert í þeim mörkum sem Ísland fékk á sig.

Hjörtur Hermannsson 6

Fínn leikur í hjarta varnarinnar.

Guðmundur Þórarinsson 7

Flottur leikur hjá Gumma. Tók hornspyrnuna sem leiddi til fyrra marks Íslands og lagði upp seinna markið. Gerði sig gildandi í sóknarleiknum.

Aron Einar Gunnarsson 7 (F) (’87)

,,Solid“ frammistaða hjá fyrirliðanum eins og svo oft áður. Eins og klettur á miðjunni.

Birkir Bjarnason 7

Birkir var líflegur fram á við í fyrri hálfleiknum, aðeins rólegri í þeim seinni.

Andri Fannar Baldursson 6 (’78)

Sýndi góða baráttu í leiknum. Íslenska liðið var ekki mikið með boltann í leiknum svo það var erfitt fyrir hann að skapa eitthvað.

Jón Daði Böðvarsson 6 (’84)

Sýndi dugnað að vanda. Hentar vel í leikjum gegn stærri þjóðum, eins og Póllandi, þar sem baráttan er í fyrirrúmi.

Mikael Neville Anderson 7 (’74)

Vann vel fyrir liðið í dag.

Albert Guðmundsson 8 (’92)

Skoraði flott mark og var hættulegur fram á við.

Varamenn:

Ögmundur Kristinsson (’46) 7

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga staðfestur hjá Newcastle

Elanga staðfestur hjá Newcastle
433Sport
Í gær

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Í gær

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Í gær

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið