fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Ísland grátlega nálægt sigri í Póllandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 18:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli við það pólska á útivelli í dag. Frammistaðan heilt yfir var góð og var Ísland nálægt því að sigra.

Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik. Á 20. mínútu fékk Birkir Bjarnason færi til að koma liðinu í forystu eftir að Aron Einar Gunnarsson hafði unnið boltann vel af varnarmanni Pólverja. Skot Birkir fór þó rétt framhjá.

Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir á 24. mínútu leiksins með flottri hælspyrnu. Guðmundur Þórarinsson tók þá hornspyrnu sem rataði á Aron Einar, hann sparkaði í átt að marki þar sem Albert kom boltanum í netið af stuttu færi. Fyrst var að vísu dæmt rangstaða en eftir að hafa tekið sér langan tíma ákváðu dómarar að skoða myndbandsdómgæsluna. Þar komust þeir réttilega að því að Albert hafði verið réttstæður.

Tíu mínútum síðar jafnaði Pietr Zielenski fyrir heimamenn. Hann skoraði þá eftir fyrirgjöf sem fór framhjá íslensku varnarmönnunum.

Staðan í hálfleik var 1-1.

Brynjar Ingi Bjarnason kom Íslandi aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks með glæsilegu skoti eftir fyrirgjöf Guðmundar. Brynjar fer virkilega vel af stað með landsliðinu.

Pólverjar ógnuðu lítið lengst af í seinni hálfleik og hélt íslenska liðið þeim vel í skefjum.

Í lok leiks fóru þeir þó að gera sig hættulega og það endaði með því að Karol Swiderski jafnaði á 88. mínútu. Grátlegt að halda ekki út. Lokatölur urðu 2-2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila