Alls greindust þrír hér innanlands í gær með COVID-19 en sjö greindust á landamærunum og bíða þeir nú eftir mótefnamælingu.
Í gær voru 47 einstaklingar með virk smit og tæplega tvö hundruð í sóttkví. Hins vegar eru rúmlega hundrað þúsund landsmenn fullbólusettir og því stutt í land í þessum faraldri.