fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

„Meiðsli Trent hafa engin áhrif á landsliðshópinn“

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að meiðsli Trent Alexander-Arnold muni ekki hafa áhrif á enska landsliðið þar sem Gareth Southgate skorti ekki hægri bakverði. Þá vildi hann að James Ward-Prowse yrði fenginn í hópinn í stað Trent.

Trent haltraði út af seint í æfingaleiknum gegn Austurríki í gær og hefur nú verið staðfest að hann verði ekki með liðinu á EM. Southgate er þó með þrjá aðra bakverði í hópnum, Kyle Walker, Kieran Trippier og Reece James og telur Barnes að Trent verði ekki saknað.

„Ég hef aldrei séð svona mikið umtal um neina stöðu á fótboltavellinum áður en Trent meiddist og það er heppni að það eru þrír aðrir hægri bakverðir í liðinu,“ sagði Barnes við BonusCodeBets.

„Hann er einn af okkar bestu hægri bakvörðum en það eru svo margir kostir í þessa stöðu svo þetta skiptir ekki öllu máli fyrir England. Þetta er auðvitað mjög sorglegt fyrir Trent og ég finn til með honum en þetta á ekki að hafa áhrif á möguleika Englendinga.“

„Ég hefði haft miklu meiri áhyggjur ef Harry Kane hefði haltrað út af gegn Austurríki.“

Þá telur Barnes að Southgate fá frábært tækifæri til að stilla hópinn betur af og fá jafnvægi í hópinn með því að bæta Ward-Prowse inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu