John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að meiðsli Trent Alexander-Arnold muni ekki hafa áhrif á enska landsliðið þar sem Gareth Southgate skorti ekki hægri bakverði. Þá vildi hann að James Ward-Prowse yrði fenginn í hópinn í stað Trent.
Trent haltraði út af seint í æfingaleiknum gegn Austurríki í gær og hefur nú verið staðfest að hann verði ekki með liðinu á EM. Southgate er þó með þrjá aðra bakverði í hópnum, Kyle Walker, Kieran Trippier og Reece James og telur Barnes að Trent verði ekki saknað.
„Ég hef aldrei séð svona mikið umtal um neina stöðu á fótboltavellinum áður en Trent meiddist og það er heppni að það eru þrír aðrir hægri bakverðir í liðinu,“ sagði Barnes við BonusCodeBets.
„Hann er einn af okkar bestu hægri bakvörðum en það eru svo margir kostir í þessa stöðu svo þetta skiptir ekki öllu máli fyrir England. Þetta er auðvitað mjög sorglegt fyrir Trent og ég finn til með honum en þetta á ekki að hafa áhrif á möguleika Englendinga.“
„Ég hefði haft miklu meiri áhyggjur ef Harry Kane hefði haltrað út af gegn Austurríki.“
Þá telur Barnes að Southgate fá frábært tækifæri til að stilla hópinn betur af og fá jafnvægi í hópinn með því að bæta Ward-Prowse inn.