Carlo Ancelotti yfirgaf Everton á dögunum til þess að taka aftur við Real Madrid eftir að Zinedine Zidane sagði upp.
Carlo Ancelotti tók að sjálfsögðu þátt á blaðamannafundi eftir ráðninguna til Real Madrid og móðgaði þar stuðningsmenn Everton en þeir hafa mikið látið í sér heyra á samfélagsmiðlum eftir ummælin:
“Öll lið eru með markmið sem þau vilja reyna að uppfylla. Markmið Real Madrid er að vinna La Liga og Meistaradeildina. Markmið Everton er að reyna að komast í Evrópufótbolta.“
“Árangur er ekki einungis metinn í titlum, árangur fyrir þjálfara er að ná markmiðum sem klúbburinn hefur. Það er ekki markmið Everton að vinna ensku úrvalsdeildina heldur er markmiðið að reyna að berjast fyrir Evrópusæti og við börðumst fram í síðasta leik.”