fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Íslenska landsliðið í góðum gír í Færeyjum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 17:30

Arnar og Eiður Smári ræða málin Mynd KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla æfði í dag, fimmtudag, á Tórsvelli í Færeyjum, en Færeyjar og Ísland mætast Þórshöfn í vináttuleik á föstudagskvöld. Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.

Ísland og Færeyjar hafa mæst 25 sinnum í A landsliðum karla og hefur íslenska liðið unnið sigur 23 sinnum. Niðurstaðan var markalaust jafntefli í viðureign liðanna árið 1984 og eini sigur Færeyinga hingað til kom í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi árið 2009.

Allir leikirnir nema tveir hafa verið vináttuleikir – Ísland og Færeyjar voru saman í riðli í undankeppni EM 2004 og vann íslenska liðið 2-1 sigur í báðum viðureignum liðanna. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari léku báða þessa leiki og skoraði Eiður Smári í útileiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Högg í maga Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk frá Diogo Jota – Sýnir hvaða mann hann hafði að geyma

Segir frá skilaboðum sem hann fékk frá Diogo Jota – Sýnir hvaða mann hann hafði að geyma
433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“