fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Fyrirsætan rifjar upp atvikið umdeilda í Madríd

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 20:31

Mynd / Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kinsey Wolanski, sundfatafyrirsætan sem hljóp inn á völlinn á meðan úrslitaleikur Meistaradeildarinnar árið 2019 fór fram, fagnaði því á Instagram í gær að tvö ár séu liðin frá atvikinu.

Úrslitaleikurinn var á milli Liverpool og Tottenham og fór fram á Wanda Metropolitano í Madríd. Þess má geta að Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari.

Wolanski hljóp inn á völlinn í sundbol merktum Vitality Uncenscored, sem er heimasíða kærasta hennar. Síðan rauk mikið upp í vinsældum í kjölfarið. Wolanski var í varðhaldi í fimm tíma eftir atvikið.

Vinsældir hafa aukist mikið eftir atvikið í Madríd. Wolanski er til að mynda með 3,7 milljónir fylgjenda á Instagram.

,,Ég er mjög þakklát fyrir þessa reynslu þar sem þetta gaf mér aukin vettvang til að deila efni og tengjast aðdáendum út um allan heim,“ sagði Wolanski í viðtali nýlega.

Hér fyrir neðan má sjá færslu fyrirsætunnar á Instagram þar sem hún rifjar það upp þegar hún hljóp inn á völlinn í Madríd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Högg í maga Rashford eftir góða frammistöðu

Högg í maga Rashford eftir góða frammistöðu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“