Kinsey Wolanski, sundfatafyrirsætan sem hljóp inn á völlinn á meðan úrslitaleikur Meistaradeildarinnar árið 2019 fór fram, fagnaði því á Instagram í gær að tvö ár séu liðin frá atvikinu.
Úrslitaleikurinn var á milli Liverpool og Tottenham og fór fram á Wanda Metropolitano í Madríd. Þess má geta að Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari.
Wolanski hljóp inn á völlinn í sundbol merktum Vitality Uncenscored, sem er heimasíða kærasta hennar. Síðan rauk mikið upp í vinsældum í kjölfarið. Wolanski var í varðhaldi í fimm tíma eftir atvikið.
Vinsældir hafa aukist mikið eftir atvikið í Madríd. Wolanski er til að mynda með 3,7 milljónir fylgjenda á Instagram.
,,Ég er mjög þakklát fyrir þessa reynslu þar sem þetta gaf mér aukin vettvang til að deila efni og tengjast aðdáendum út um allan heim,“ sagði Wolanski í viðtali nýlega.
Hér fyrir neðan má sjá færslu fyrirsætunnar á Instagram þar sem hún rifjar það upp þegar hún hljóp inn á völlinn í Madríd.