Talið er að Everton hafi áhuga á að ráða Nuno Espirito Santo sem knattspyrnustjóra eftir að Carlo Ancelotti yfirgaf félagið til þess að taka við Real Madrid. The Sun setti upp hugsanlegt byrjunarlið Everton undir stjórn portúgalska stjórans, taki hann við.
Nuno hætti sem stjóri Wolves á dögunum eftir farsæl ár í starfi. Taki hann við Everton mun hann líklega óska eftir því að fá fjármagn til að styrkja liðið og setja eigið handbragð á það.
Talið er að hann gæti reynt að næla í Rafael Leao frá AC Milan. Ruben Neves, Willy Boly og Nelson Semedo, leikmenn Wolves, eru þá einnig nefndir til sögunnar. Þeir hafa auðvitað allir leikið undir stjórn Nuno.
Það er athyglisvert að Gylfi Þór Sigurðsson er ekki settur í þetta hugsanlega byrjunarlið hjá breska miðlinum. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.
Hér fyrir neðan má sjá liðið sem The Sun stillti upp.