fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Ein bjartasta von Arsenal óvænt orðuð við annað úrvalsdeildarlið – Myndi kremja hjörtu stuðningsmanna

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 19:15

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Telegraph gæti Aston Villa óvænt reynt að næla í Emile Smith Rowe, miðjumann Arsenal. Þeir vilja finna langtímalausn framarlega á miðjunni hjá sér eftir að lánsdvöl Ross Barkley frá Chelsea gekk ekki eins og vonast var eftir.

Smith Rowe skaust fram á sjónarsviðið í vetur og var frábær eftir að hann hafði unnið sér sæti í byrjunarliði Arsenal í janúar. Hann spilaði 34 leiki í öllum keppnum og skoraði 11 mörk.

Þessi tvítugi leikmaður á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal. Félagið hefur hingað til ekki fengið hann til að skrifa undir. Samkvæmt grein Telegraph fylgjast önnur lið vel með gangi mála. Aston Villa er talið virkilega áhugasamt um að fá Smith Rowe inn á miðsvæðið hjá sér, þar sem hann gæti leikið í mörg ár.

Það verður að teljast ólíklegt að Arsenal sé tilbúið að láta leikmanninn unga fara. Hann er einn af lykilmönnum liðsins og mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum. Þeir þurfa þó að drífa sig í því að framlengja við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Firmino fer til Katar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband
433Sport
Í gær

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Í gær

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar