Matvælastofnun var við neyslu á ís frá Ketó kompaní vegna örverumengunar en um er að ræða fjórar tegundir, framleiddar á sama degi.
Þeir sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila til fyrirtækisins gegn endurgreiðslu.
Innköllunin á við um eftirfarandi tegundir:
Kökudeigsís, best fyrir: 28.05.21/28.05.22.
Jarðaberjaostakökuís, best fyrir: 28.05.21/28.05.22.
Fílakaramelluís, best fyrir: 28.05.21/28.05.22.
Saltkaramelluís, best fyrir: 28.05.21/28.05.22.
Ísnum var aðeins dreift í verslanir Hagkaups í Skeifunni, Garðabæ og Eiðistorgi.