Lionel Messi hefur samþykkt að framlengja samning sinn við Barcelona til næstu tveggja ára. Frá þessu greina miðlar á Spáni.
Messi er að verða samningslaus í lok mánaðarins en eftir mikil læti fyrir ári síðan hefur Messi snúist hugur.
Messi fór fram á sölu fyrir ári síðan en félagið kom í veg fyrir að hann færi. Messi var þá ósáttur með stjórnunarhætti félagsins en nýr forseti Joan Laporta hefur breytt miklu.
Kun Aguero einn besti vinur Messi gekk í raðir Barcelona í vikunni, þá var talið næsta víst að Messi myndi taka slaginn áfram.
Messi er 33 ára gamall og hefur alla tíð leikið með Barcelona en hann er sagður lækka örlítið í launum með nýjum samningi.