fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Mjólkurbikar kvenna: ÍBV sigraði Stjörnuna í hörkuleik

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 31. maí 2021 19:52

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan tók á móti ÍBV í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. ÍBV sigraði leikinn 1-2.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn á milli liðanna en Delaney Pridham kom ÍBV yfir úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Eftir markið sótti Stjarnan stíft en ÍBV fór í hálfleikinn með eins marks forystu.

Bæði lið áttu sín færi í seinni hálfleik en Delaney var aftur á ferðinni á 75. mínútu og kom ÍBV tveimur mörkum yfir. Alma Mathiesen minnkaði muninn stuttu síðar fyrir Stjörnuna. Það reyndist lokamark leiksins og ÍBV fer því áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

ÍBV er annað liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum en Þróttur tryggði sér sæti í gærkvöldi með 7-1 stórsigri á Fjarðabyggð/Hetti/Leikni.

Stjarnan 1 – 2 ÍBV
0-1 Delaney Pridham (´18)
0-2 Delaney Pridham (´75)
1-2 Alma Mathiesen (´79)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni