fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Bróðir Aguero hjólaði í Guardiola en eyddi síðan færslunni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 31. maí 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio del Castillo bróðir Kun Aguero er verulega óhress með Pep Guardiola stjóra Manchester City. Aguero hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Eftir tíu ár hjá félaginu ákvað City að framlengja ekki samninginn við Aguero og fer hann frítt til Barcelona.

Castillo setti inn Twitter færslu snemma í gærmorgun en eyddi henni reyndar skömmu síðar. „Guardiola vildi aldrei bróður minn frá því að hann kom til félagsins,“ skrifaði Castillo.

Hann fékk hörð viðbrögð við færslunni og eyddi henni, hann sagði of mikið af reiðu fólki til í samfélaginu. „Ég er ánægður með að fólk hafi séð þetta, ég skrifa hana mögulega aftur einn daginn,“ sagði Castillo.

Aguero mætti til Barcelona í gær eftir tap City í úrslitum Meistaradeildarinnar á laugardag. Hann mun semja við Barcelona til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mourinho hélt að hann fengi annað starf

Mourinho hélt að hann fengi annað starf
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“