fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

„Þjálfarar eru alltaf kolvitlausir á hliðarlínunni“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Guðmundsson var fjórði dómari í leik KR og ÍA í kvöld í 7. umferð Pepsi-Max deildar karla en Gummi Ben tók það sérstaklega fram í lýsingu sinni á leiknum á Stöð 2 Sport.

Talið er að Pétur hafi verið settur á þennan leik vegna þess að þegar liðin mættust síðast þá þurfti að flauta leikinn af vegna þess að mönnum varð ansi heitt í hamsi.

Liðin mættust í æfingaleik í lok apríl og þá flautaði dómari leiksins, Þórður Már Gylfason, leikinn af snemma vegna þess að leikmenn voru farnir í ansi glæfralegar tæklingar og bæði leikmönnum og þjálfurum var orðið ansi heitt í hamsi.

Þetta var rætt í Stúkunni á Stöð 2 Sport eftir leikinn í kvöld og spurði Kjartan Atli Óla Jó hvort að Pétur væri góður í þessu hlutverki:

„Ég held að erfiðasta hlutverk dómara sé að vera fjórði dómari,“ sagði Ólafur Jóhannesson í Stúkunni á Stöð 2 Sport

„Þjálfarar eru alltaf kolvitlausir á hliðarlínunni, það breytist ekkert, og þar er Pétur algjör snillingur. Ég man ekki eftir því að hafa lent í neinu veseni með Pétur sem fjórða dómara. Hann er svo yfirvegaður og rólegur.“

„Svo eru fullt af ungum gaurum sem eru þarna og þeir eru alveg skelfilegir. Þeir eru svo stressaðir vegna þess uppi í stúku situr maður með penna og skrifar hvort honum finnist þeir hafa kontrol á bekknum, en þeir vita ekkert um fótbolta.“

„Pétur er mjög fínn í þessu,“ sagði Óli Jó að lokum í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Arsenal gæti verið mikið meiddur

Leikmaður Arsenal gæti verið mikið meiddur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?