fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Sterling og Walker urðu fyrir kynþáttaníði eftir tapið í gær

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 16:10

Raheem Sterling og Kai Havertz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikmenn Manchester City, Raheem Sterling og Kyle Walker, urðu fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum eftir tap Manchester City gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Í frétt Sky Sports segir að báðir leikmenn hafi fengið ýmis apatákn (e. emoji) send á Instagram eftir leikinn. Er þetta svipað og Marcus Rashford lenti í eftir tap Manchester United gegn Villareal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn.

Sterling hefur mikið látið í sér heyra vegna kynþáttaníði sem fótboltamenn verða stöðugt fyrir.

Sportsmail hefur reynt að ná sambandi við Facebook, eigendur Instagram, vegna málsins. Þegar Manchester City sigraði PSG í undanúrslitum fékk Sterling send ýmis rasísk skilaboð og þá fjarlægði Instagram þau og sagðist ætla að gera eitthvað í málinu.

Walker fékk einnig send rasísk skilaboð eftir að hafa unnið Carabao bikarinn í Englandi í Apríl.

Mikil óánægja er með hvað samfélagsmiðlarnir geri lítið til þess að stoppa kynþáttaníði. Uppi hefur verið sú umræða að þeir sem stofni aðgang þurfi að vera með persónuskilríki að baki svo að hægt sé að rekja öll ljót skilaboð aftur til þeirra sem skrifa þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar