Enskir stuðningsmenn Manchester City og Chelsea slógust á götum Portó í gær í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu.
Fjöldi stuðningsmanna tók þátt í slagsmálunum. Þar mátti til að mynda sjá ansi marga stóla fljúga fram og til baka. Enskar fótboltabullur hafa oft á tíðum verið til vandræða er þær elta lið sitt erlendis og það var engin undantekning á því í Portúgal í gær.
Úrslitaleikurinn fer fram á Estadio Dragao í Portó annað kvöld. Hann hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af slagsmálunum á milli stuðningsmanna í gærkvöldi.
Man City and Chelsea fans clashing in Porto last night…
For some reason it always ends up with chairs being lobbed about 🤔pic.twitter.com/irFI4sY1Xp
— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 28, 2021