fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Persónuupplýsingum atvinnulausra dreift til fyrirtækja

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 29. maí 2021 07:46

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnumálastofnun hefur heimild til að miðla ferilskrám atvinnuleitenda til atvinnurekenda.

„Allir umsækjendur um atvinnuleysistryggingar eru upplýstir um það að Vinnumálastofnun kann að miðla upplýsingum til atvinnurekenda.  Allir atvinnuleitendur staðfesta ennfremur að Vinnumálastofnun sé heimilt að miðla upplýsingum sem fram koma í umsókn um atvinnu og að þær séu nýttar við atvinnumiðlun og veittar atvinnurekendum vegna starfstilboða,“ segir í svari frá Vinnumálastofnun vegna fyrirspurnar DV um heimild stofnunarinnar til að miðla upplýsingum til þriðja aðila og hvort atvinnuleitendur séu upplýstir um þessa heimild.

Þá er staðfest að stofnuninni hafa borist kvartanir frá atvinnuleitendum þar sem þeir telja, ranglega, að brotið hafi verið á persónuvernd sinni.

„Ótrúlegt að þetta geti viðgengist“

Í Kastljósi á fimmtudagskvöld var fjallað um stöðu ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, sátu fyrir svörum og sögðust báðar kannast við að erfitt sé að manna stöður í ferðaþjónustunni fyrir sumarið.

Bjarnheiður sagði: „Ég er að heyra þetta frá þó nokkrum kollegum. Þeir eru semsagt að leitast við að ráða fólk sem er á atvinnuleysisbótum núna, fá lista frá Vinnumálastofnun og hringja síðan í þetta fólk og það bara gengur vægast sagt mjög illa. Það er annað hvort ekki svarað í símann eða þá að svörin eru þau að fólk hafi ekki áhuga á að taka vinnuna eða þá að fólk segir einfaldlega að, eða réttara sagt að atvinnurekandi fær ekki einu sinni að bera upp erindið, um hvers konar vinnu er að ræða eða hvaða laun, svarið er einfaldlega það að viðkomandi hafi ekki áhuga á vinnu. Þetta er auðvitað hræðileg staða og ótrúlegt að þetta geti viðgengist í okkar samfélagi í dag.“

DV sendi Vinnumálastofnun fyrirspurnina í framhaldinu.

Miðlun á ferilskrám

„Með umsókn um atvinnuleysisbætur sækir atvinnuleitandi einnig um aðstoð við atvinnuleit auk þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir felur umsókn um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum í sér skráningu hjá vinnumiðlun Vinnumálastofnunar og beiðni um aðstoð ráðgjafa stofnunarinnar við atvinnuleit,“ segir í svari Vinnumálastofnunar.

Ennfremur kemur þar fram: „Vinnumálastofnun er gert að miðla upplýsingum um laus störf til atvinnuleitenda og veita þeim aðstoð við að finna störf við hæfi. Eitt af skilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysistrygginga er að vera virkur í atvinnuleit, vera reiðubúinn að taka starfi og hafa vilja og getu til að taka þátt í vinnumarkaðsúrræðum sem standa til boða. Vinnumálastofnun veitir einnig aðstoð við að koma á sambandi milli atvinnuleitanda og þess atvinnurekanda sem óskar eftir starfsmanni ef ljóst er atvinnuleitandi uppfylli skilyrði starfslýsingar. Í 3. mgr. 10. gr. laga um Vinnumarkaðsaðgerðir segir: „Vinnumálastofnun skal jafnframt aðstoða atvinnurekendur sem leita eftir almennum upplýsingum um framboð á vinnuafli eða aðstoð við ráðningu starfsfólks.“  Tilvitnað ákvæði er grundvöllur miðlunar á ferilskrám atvinnuleitenda til atvinnurekenda og forsenda fyrir virkri vinnumiðlun stofnunarinnar.“

Nánari upplýsingar um miðlun persónuupplýsinga hjá stofnuninni er einnig unnt að nálgast með því að smella hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum