fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Vill ekki kvíða mánaðamótum lengur – „Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 28. maí 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrund Snorradóttir er einstæð móðir og unir sínum hagi vel hvað hjúskaparstöðuna varðar. Hins vegar sé það svo að samfélagið virðist ekki sniðið að þörfum einstæðra heldur geri ráð fyrir því sjálfkrafa að hvert barnaheimili hafi tvær innkomur. Hún skrifar um þetta í pistli sem birtist hjá Vísi. 

„Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins.“

Hins vegar telur Hrund að það væri fínt að eiga maka þegar kemur að því að láta heimilisbókhaldið stemma. Einstæðir þurfi nefnilega að draga fram lífið á einni innkomu. Launin þurfi því að duga fyrir leigu eða afborgunum af húsnæðislánum, hita, rafmagni, skólamáltíðum, frístund, tómstundum, síma, Interneti, sjónvarpi, mat, fatnaði, klippingu og bíl svo dæmi séu tekin.

„Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir að fjölskyldu eining innihaldi tvær innkomur og helst eignir. Leigjendur hafa ekkert um leiguverð að segja þrátt fyrir hækkun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi hækkun á leigu. Það að greiðslumat á kaupum á íbúðum taki tillit til tekna fólks skilar sér alls ekki til fólks á leigumarkaði. Þannig að fólk sem greiðir 200 þús í leigu á mánuði fengi aldrei greiðslumat fyrir íbúðarkaupum sem fela í sér afborganir upp á 200 þús á mánuði.“

Hrund segir að það gefi auga leið að einstæðir foreldrar á leigumarkað geti ekki safnað sér fyrir útborgum í íbúð.

„Staðan eins og hún er núna þá eru leigjendur að borga upp íbúðir fyrir eigendur og festast þar af leiðandi gjarnan í fátæktargildru.“

Barnabætur komi aðeins fjórum sinnum á ári. Hvað með hina mánuðina?

„50 fm íbúð í Rvk í dag fer á 200-230 þús í dag á leigumarkaði. Sama fólk og myndi aldrei komast í gegnum greiðslumat fyrir sömu afborganir á mánuði, Er það ekki eitthvað skakkt? Í flestum tilfellum er það þannig að fólk er að fjárfesta, festa pening í þessum eignum sem segir manni það að útborgunin í fasteignina er þannig að þú ert aldrei að borga 200 þús af eigninni á mánuði. Sem þýðir það að leigjendur eru að borga upp eignir fólks.“

Hrund veltir því fyrir sér hvers vegna sé ekki hægt að setja þak á leiguverð.

Afhverju er ekki hægt að setja þak á þessa leigu? Afhverju er ekki hægt að setja þá reglu að leigjendur borgi aldrei meira en kannski 80% af þessum afborgunum? Alveg eins og einstæðir foreldrar fá barnabætur, fá þessir eigendur vaxtabætur. Það myndi strax létta róðurinn á leigjendum og meiri líkur á að þeir geti staðið í skilum.“

Með þeim hætti gætu einstæðir foreldrar safnað sér fyrir útborgun, eða jafnvel lifað mannsæmandi lífi. Raunveruleikinn sé sá að fjölskylduformið á Íslandi hefur breyst síðustu ár og nú er algengara en áður að foreldrar velji að vera einir fremur en í óhamingjusömum sambúðum.

„Málefni einstæðra foreldra hefur löngum farið inn um annað og út um hitt. En það eru að koma kosningar og ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða flokkar láta þetta málefni sig skipta.

Þannig að svarið við spurningunni í byrjun þessarar greinar er: Jú mig langar alveg í mann. Mig langar að þurfa ekki að telja krónur og aura. Að þurfa ekki að brjóta upp sparibauk sonarins sem safnar fyrir playstation, að þurfa ekki að kvíða þeim mánuðum sem engar eru barnabæturnar. Það eru að koma kosningar. Ég skora á stjórnmálaflokkana í landinu að taka fyrir málefni einstæðra foreldra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Í gær

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“