fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Pepsi-Max kvenna: Ótrúlegur sigur Blika í 10 marka leik

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 19:54

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tók í kvöld á móti Breiðablik í 5. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Mikil spenna var fyrir leiknum enda hafa þessi tvö lið verið í sérflokki í deildinni síðustu ár. Leiknum lauk með ótrúlegum 3-7 sigri BLika.

Valur byrjaði leikinn af krafti fyrstu mínúturnar, komust í hörku færi strax í fyrstu sókn. Sísí Lára kom Val yfir eftir aðeins 6. mínútur úr hornspyrnu.

Þá kviknaði heldur betur á Blikaliðinu og þær yfirspiluðu Val út fyrri hálfleikinn. Kristín Dís jafnaði eftir hornspyrnu á 11. mínútu og Tiffany McCarthy kom Blikum yfir aðeins fjórum mínútum síðar.
Fjórum mínútum síðar skoraði nýi leikmaður Blika, Taylor Marie Ziemer, frábært mark eftir hörkuskot fyrir utan teig.
Mary Alice lenti í því óláni að skora sjálfsmark á 31. mínútu eftir góða sókn sem Áslaug Munda bjó til. Breiðablik var því 1-4 yfir í hálfleik.

Flestir bjuggust við því að Valsstelpur kæmu brjálaðar í seinni hálfleikinn en það voru Blikar sem héldu áfram að sækja. Agla María skoraði fimmta markið á 51. mínútu, Tiffany bætti við því sjötta níu mínútum síðar. Karitas Tómasdóttir skoraði svo sjöunda mark Blika á 65. mínútu.

Elísa Viðarsdóttir skoraði mark á 73. mínútu úr fyrirgjöf sem fór yfir Telmu í markinu. Elín Metta skoraði svo stórkostlegt mark og sitt fyrsta í sumar nokkrum mínútum síðar. Valur náði ekki lengra en það og ótrúlegur 3-7 sigur Blika staðreynd.

Blikar komast þá í 2. sætið með 12 stig og Valur situr í 3. sæti með 10 stig.

Valur 3 – 7 Breiðablik
1-0 Sigríður Lára Gunnarsdóttir (´6)
1-1 Kristín Dís Árnadóttir (´11)
1-2 Tiffany Janea McCarty (´15)
1-3 Taylor Marie Ziemer (´19)
1-4 Mary Alice Vignola sjálfsmark (´31)
1-5 Agla María Albertsdóttir (´51)
1-6 Tiffany Janea McCarty (´60)
1-7 Karitas Tómasdóttir (´65)
2-7 Elísa Viðarsdóttir (´73)
3-7 Elín Metta Jenssen (´80)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gaui Þórðar tók kvennalandsliðið til bæna og segir að svara þurfi spurningum – „Fókusinn fór algjörlega, það var agaleysi“

Gaui Þórðar tók kvennalandsliðið til bæna og segir að svara þurfi spurningum – „Fókusinn fór algjörlega, það var agaleysi“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nákvæmlega ekkert að gerast hjá United og Mbeumo

Nákvæmlega ekkert að gerast hjá United og Mbeumo
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Modric búinn að krota undir

Modric búinn að krota undir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Í gær

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag
433Sport
Í gær

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki