fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fókus

Kim Kardashian náði ekki lögfræðiprófinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 08:38

Kim Kardashian. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian féll á „litla“ lögfræðiprófinu (e. baby bar exam) og er að endurhugsa markmið sitt um að verða lögfræðingur í nýjasta þætti Keeping Up With The Kardashian.

Kim hefur síðastliðið ár verið að læra lögfræði og er að taka fjögurra ára nám í stað fyrir þriggja ára. Í lok fyrsta árs þurfti hún að taka „baby bar exam“ og fékk 474 stig, en þurfti 560 stig til að ná því.

Í stiklunni hér að neðan fyrir næsta þátt af Keeping Up With The Kardashian útskýrir hún fyrir systrum sínum hvað henni þykir þetta leiðinlegt að hafa ekki náð. Sérstaklega vegna þess að hún eyddi svo miklum tíma í að læra undir prófið, tíma sem hún hefði getað varið með börnunum sínum.

Systurnar stappa í hana stálinu og segja að faðir þeirra heitinn, Robert Kardashian, hefði verið stoltur af henni. En hann var lögfræðingur og var til dæmis einn lögfræðinga O.J Simpson.

Þátturinn var tekinn upp í október 2020 og Kim virðist vera enn ákveðinn að vera lögfræðingur miðað við mynd af sér læra úti í sólinni í apríl síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn