fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Kári dregur sig úr landsliðshópnum

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 25. maí 2021 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag valdi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hópinn fyrir vináttuleikina þrjá gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi sem fara fram 30. maí, 4. júní og 8. júní.

Hópurinn vakti mikla athygli en stærstu stjörnur okkar Íslendinga ákváðu að gefa ekki kost á sér í þessa leiki. Þar má nefna Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason.

Nú virðist Kári Árnason einnig vera búinn að draga sig úr hópnum ef marka má fréttir Guðmundar Benediktssonar. Gummi fullyrti þetta í hálfleik á Stöð 2 sport en nú er í gangi leikur Víkings og Fylkis.

Ljóst er að þetta er mikill missir fyrir landsliðið en Kári hefur leikið 89 leiki fyrir íslenska landsliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina