fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Ótrúlegt klúður Leicester

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester hafa eytt meiri tíma í Meistaradeildarsæti en nokkuð annað lið síðustu tvö tímabil en samt ekki komist í Meistaradeildina.

Yfir síðustu tvö tímabil hefur Leicester verið í Meistaradeildarsæti í 567 daga en hafa samt bara náð 5. sætinu síðustu tvö tímabil undir stjórn Brendan Rodgers.

Leicester hefur verið í Meistaradeildarsæti þrisvar sinnum lengur en Manchester United sem hefur einungis verið þar í 178 daga en endaði samt í 3. sæti á síðasta tímabili og í 2. sæti þetta árið.

Eftir 29 leiki á þessu tímabili var Leicester 7 stigum frá 5. sæti og í góðum málum með að tryggja sér Meistaradeildarsætið mikilvæga. Þá var liðið einnig 10 stigum á undan Liverpool.

Hér má sjá lista frá Daily Mail um hversu lengi liðin voru í Meistaradeildarsæti í deildinni þetta tímabilið:

Leicester City 242 dagar (enduðu í 5. sæti)
Manchester United 156 dagar (enduðu í 2. sæti)
Liverpool 140 dagar (enduðu í 3. sæti)
Manchester City 131 dagur (enduðu í 1. sæti)
Chelsea 103 dagar (enduðu í 4. sæti)
Everton 63 dagar (enduðu í 10. sæti)
Tottenham 58 dagar (enduðu í 7. sæti)
Aston Villa 32 dagar (enduðu í 11. sæti)
Arsenal 29 dagar (enduðu í 8. sæti)
West Ham 27 dagar (enduðu í 6. sæti)
Southampton 22 dagar (enduðu í 15. sæti)
Newcastle 7 dagar (enduðu í 12. sæti)
Crystal Palace 2 dagar (enduðu í 14. sæti)
Leeds 2 dagar (enduðu í 9. sæti)
Wolves 2 dagar (enduðu í 13. sæti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot