fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Leitaði í áfengi er hann glímdi við meiðsli – ,,Vissi ekki alveg hvað yrði um mig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. maí 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hector Bellerin, bakvörður Arsenal, segir að hann hafi leitað í áfengi til þess að höndla þá vanlíðan sem fylgdi því að lenda í slæmum meiðsum í fyrsta sinn á ferlinum og geta ekki spilað fótbolta. Hann greindi frá þessu í viðtali á Youtube-rásinni Timbsy. 

Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur verið óheppinn með meiðsli á ferlinum. Hann missti til að mynda úr fótbolta nánast allt árið 2019 vegna krossbandsslita. Hann átti mjög erfitt með að höndla þau meiðsli.

,,Þetta var í fyrsta sinn sem ég meiddist svona. Ég átti vini og liðsfélaga sem höfðu farið í gegnum þetta áður og fjölskyldan mín stóð með mér en ég vissi ekki alveg hvað yrði um mig,“ sagði Bellerin í viðtalinu.

Leikmaðurinn sagði að hann hafi í raun ekkert verið að æfa á þessum tíma og að hann hafi farið að stunda næturlíf í auknum mæli.

,,Ég fór mikið út, byrjaði að drekka og allt það. Sem fótboltamaður á ég ekki að segja þetta en þetta er sannleikurinn.“ 

,,Við glímum við okkar vandamál, erum með okkar andlegu vandamál. Þegar fótbolti, sem er í raun það eina sem þú gerir, er tekið af þér þá finnst okkur það erfitt. 

Bellerin sagðist þakklátur fyrir aðilanna sem hjálpuðu honum út úr krísu sinni.

,,Ég var svo heppinn með það að leikmenn og þjálfarar vissu hvað ég var að gera. ‘Hector, þetta er ekki rétta leiðin’ sögðu þeir við mig.“

,,Ég skammast mín samt ekki. Þetta er það sem gerðist og fyrir mér var þetta besta leiðin til að takast á við tilfinningar mínar. Það var augljóslega rangt hjá mér. Þetta hjálpar ekki, þetta frestar bara vandamálunum. 

Bellerin á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal. Hann hefur verið orðaður frá liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot