fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Milan ætlar að semja endanlega við Tomori – Óljóst með leikmenn Man Utd og Real Madrid

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. maí 2021 12:25

Tomori fagnar í leik með Chelsea.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska stórliðið AC Milan ætlar sér að semja endanlega við Fikayo Tomori. Hann er á láni hjá félaginu frá Chelsea eins og er. Þá munu þeir taka ákvörðun fljótlega er varðar Diogo Dalot, á láni frá Manchester United og Brahim Diaz, á láni frá Real Madrid. Fabrizio Romano greinir frá.

Tomori spilaði 17 leiki fyrir Milan í Serie A eftir að hafa komið til félagsins í janúar. Miðvörðurinn skoraði eitt mark. Milan er nú að vinna í því að klára kaup á leikmanninum. Milan hefur rétt til þess að kaupa hann frá Chelsea á 28 milljónir evra.

Bakvörðurinn Dalot kom til Milan á láni síðasta haust. Hann spilaði 21 leik í Serie A á leiktíðinni og skoraði eitt mark. Diaz kom einnig til félagsins í haust. Hann skoraði fjögur mörk í 27 leikjum í Serie A.

Milan hefur ekki tekið ákvörðun varðandi það hvort þeir ætli að reyna að semja endanlega við leikmennina en munu gera það á næstu dögum.

Romano greinir einnig frá því að unnið sé að því að endursemja við markvörðinn Gianluigi Donnarumma sem og Hakan Calhanoglu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar