fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Milan ætlar að semja endanlega við Tomori – Óljóst með leikmenn Man Utd og Real Madrid

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. maí 2021 12:25

Tomori fagnar í leik með Chelsea.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska stórliðið AC Milan ætlar sér að semja endanlega við Fikayo Tomori. Hann er á láni hjá félaginu frá Chelsea eins og er. Þá munu þeir taka ákvörðun fljótlega er varðar Diogo Dalot, á láni frá Manchester United og Brahim Diaz, á láni frá Real Madrid. Fabrizio Romano greinir frá.

Tomori spilaði 17 leiki fyrir Milan í Serie A eftir að hafa komið til félagsins í janúar. Miðvörðurinn skoraði eitt mark. Milan er nú að vinna í því að klára kaup á leikmanninum. Milan hefur rétt til þess að kaupa hann frá Chelsea á 28 milljónir evra.

Bakvörðurinn Dalot kom til Milan á láni síðasta haust. Hann spilaði 21 leik í Serie A á leiktíðinni og skoraði eitt mark. Diaz kom einnig til félagsins í haust. Hann skoraði fjögur mörk í 27 leikjum í Serie A.

Milan hefur ekki tekið ákvörðun varðandi það hvort þeir ætli að reyna að semja endanlega við leikmennina en munu gera það á næstu dögum.

Romano greinir einnig frá því að unnið sé að því að endursemja við markvörðinn Gianluigi Donnarumma sem og Hakan Calhanoglu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot