fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Bale gefur í skyn að hann hafi ákveðið sig – ,,Það mun valda óreiðu ef ég segi eitthvað“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. maí 2021 11:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale vill ekki uppljóstra hvar hann mun spila á næstu leiktíð þar sem hann segir að það muni valda óreiðu. Hann vill einbeita sér að Evrópumóti landsliða með Wales.

Bale hefur verið á láni hjá Tottenham frá Real Madrid á leiktíðinni. Hann lék síðasta leikinn fyrir félagið í gær gegn Leicester í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þar skoraði hann tvö mörk í 2-4 sigri.

Hann mun nú snúa aftur til Real en þó er talið ólíklegt að hann muni leika fleiri leiki fyrir félagið. Bale hefur gefið í skyn að hann hafi nú þegar tekið ákvörðun um framtíð sína.

,,Það þarf að gerast eftir Evrópumótið. Ég veit hvað ég er að gera en það mun bara valda óreiðu ef ég segi eitthvað,“ sagði Bale.

Hann var svo spurður út í það hvort að hann gæti gefið nánari upplýsingar um það hvenær hann muni tilkynna um framtíðaráform sín.

,,Þegar ég ákveð það. Ég er ekki að hugsa um neitt annað en Wales,“ sagði Bale þá.

Á dögunum rataði það í fréttirnar að leikmaðurinn íhugaði að hætta í knattspyrnu eftir eitt ár, þegar samningur hans við Real Madrid rennur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir