fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Sá leikjahæsti verður skilinn eftir heima

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. maí 2021 10:59

Sergio Ramos í leik með Real Madrid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, var ekki valinn í spænska landsliðshópinn fyrir Evrópumót landsliða í sumar.

Ramos er leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 180 leiki á bakinu. Hann hefur þó verið mikið meiddur á leiktíðinni og aðeins spilað 21 leik fyrir Real Madrid á leiktíðinni.

,,Þetta var mjög erfið ákvörðun en Ramos hefur ekki getað æft eða spilað mikið undanfarið,“ sagði Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, á blaðamannafundi.

,,Ég hefði viljað hafa Ramos í hópnum en mér fannst það ekki skynsamlegt þar sem hann hefur í raun ekkert getað keppt.“ 

Ramos spilaði í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Chelsea á dögunum. Hann var hægur og leit út fyrir að vera langt frá sínu besta.

Eric Garcia, miðvörður Manchester City, var valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Þá var Aymeric Laporte valinn. Hann skipti yfir í spænska landsliðið á dögunum þrátt fyrir að hafa leikið fyrir yngri landslið Frakklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot