fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Sá leikjahæsti verður skilinn eftir heima

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. maí 2021 10:59

Sergio Ramos í leik með Real Madrid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, var ekki valinn í spænska landsliðshópinn fyrir Evrópumót landsliða í sumar.

Ramos er leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 180 leiki á bakinu. Hann hefur þó verið mikið meiddur á leiktíðinni og aðeins spilað 21 leik fyrir Real Madrid á leiktíðinni.

,,Þetta var mjög erfið ákvörðun en Ramos hefur ekki getað æft eða spilað mikið undanfarið,“ sagði Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, á blaðamannafundi.

,,Ég hefði viljað hafa Ramos í hópnum en mér fannst það ekki skynsamlegt þar sem hann hefur í raun ekkert getað keppt.“ 

Ramos spilaði í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Chelsea á dögunum. Hann var hægur og leit út fyrir að vera langt frá sínu besta.

Eric Garcia, miðvörður Manchester City, var valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Þá var Aymeric Laporte valinn. Hann skipti yfir í spænska landsliðið á dögunum þrátt fyrir að hafa leikið fyrir yngri landslið Frakklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir