fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Chelsea og Liverpool í Meistaradeildina – Sigur dugði Arsenal ekki

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 17:10

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar var leikin í dag. Hér má lesa um það helsta sem gerðist.

Liverpool og Chelsea í Meistaradeildina

Sadio Mane kom Liverpool yfir gegn Crystal Palace á 36. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0. Mane skoraði svo annað mark sitt og Liverpool þega stundarfjórðungur lifði leiks. Lokatölur 2-0 á Anfield.

Í Birmingham kom Bertrand Traore Aston Villa yfir gegn Chelsea á 43. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0. Aston Villa fékk víti snemma í seinni hálfleik og á punktinn steig Anwar El-Ghazi og skoraði. Ben Chilwell minnkaði muninn fyrir Chelsea þegar 20 mínútur lifðu leiks. Lokatölur 2-1.

Jamie Vardy kom Leicester yfir með marki úr vítaspyrnu á 18. mínútu á heimavelli gegn Tottenham. Harry Kane jafnaði fyrir gestina skömmu fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 1-1. Vardy skoraði úr öðru víti snemma í seinni hálfleik. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks skoraði Kasper Schmeichel sjálfsmark eftir hornspyrnu. Gareth Bale kom Tottenham svo yfir á 87. mínútu áður en hann gerði annað mark sitt í uppbótartíma. Lokatölur 2-4.

Úrslit dagsins þýða að Liverpool og Chelsea fylgja Manchester-liðunum, City og United í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Leicester verður að láta sér nægja að fara í Evrópudeildina. Tottenham fer í Sambandsdeildina eftir sigur sinn.

West Ham örugglega inn í Evrópu – Sigur dugði ekki fyrir Arsenal

West Ham tryggði sér sjötta sæti deildarinnar, Evrópudeildarsæti, með því að rúlla yfir Southampton á heimavelli. Pablo Fornals skoraði fyrstu tvö mörk leiksins með stuttu milli bili þegar um hálftími var búinn. Declan Rice bætti svo við marki í lok leiks.

Everton tapaði 5-0 fyrir Englandsmeisturum Manchester City. Kevin De Bruyne kom City yfir eftir rúmar tíu mínútur. Gabriel Jesus bætti við marki stuttu síðar. Phil Foden skoraði þriðja mark City snemma í seinni hálfleik áður en Sergio Aguero skoraði svo tvö mörk í sínum síðasta leik fyrir Man City. Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson klúðraði víti í lok fyrri hálfleiks.

Arsenal vann 2-0 sigur á Brighton. Nicolas Pepe skoraði bæði mörkin. Það fyrra á 49. mínútu og það seinna tíu mínútum síðar.

Arsenal endar í áttunda sæti deildarinnar og missir af Evrópusæti þar sem Tottenham náði að sigra Leicester. Everton endar í tíunda sæti deildarinnar.

Aðrir leikir

Man Utd vann Wolves, 1-2, í leik sem litlu máli skipti upp á stöðuna í deildinni. Anthony Elanga kom United yfir á 13. mínútu. Nelson Semedo jafnaði fyrir Wolves rétt fyrir leikhlé. Juan Mata gerði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik.

Leeds vann West Brom 3-1 á heimavelli. Rodrigo og Phillips skoruðu í fyrri hálfleik og Patrick Bamford úr víti seint í leiknum. Hal Robson-Kanu klóraði í bakkann fyrir West Brom í uppbótartíma.

Newcastle vann Fulham 0-2 á útivelli. Joe Willock kom þeim yfir á 23. mínútu og Fabian Schar skoraði annað markið úr víti í lok leiks.

Sheffield United lauk slæmu tímabili með 1-0 sigri á Burnley. David McGoldrick skoraði markið um miðjan fyrri hálfleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham