fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Karólína og stöllur nálgast titilinn – Bjarni Mark sá rautt

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 14:53

Mynd: Bayern Munchen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingalið hafa verið í eldlínunni í Þýskalandi og Svíþjóð það sem af er degi.

Alexandra og Karólína komu við sögu

Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður á 80. mínútu í 2-3 tapi Frankfurt gegn Wolfsburg í þýsku Bundesligunni. Frankfurt er í sjötta sæti, um miðja deild, með 30 stig þegar ein umferð er eftir.

Í sömu deild spilaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir einnig um tíu mínútur í 0-4 sigri gegn Bayer Leverkusen. Bayern er á toppi deildarinnar með 2 stiga forskot á Wolfsburg fyrir lokaumferðina. Liðið mætir einmitt Frankfurt þar og vegna mjög jákvæðrar markatölu mun jafntefli duga til þess að verða meistari.

Jafnt í Íslendingaslag

Kristianstad og AIK gerðu 1-1 jafntefli í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni. Sif Atladóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstad og Hallbera Guðný Gísladóttir gerði slíkt hið sama fyrir AIK. Sveindís Jane Jónsdóttir er einnig á mála hjá Kristianstad en er frá vegna meiðsla. Þá er Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari liðsins. Lið þeirra er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex leiki. Hallbera og stöllur eru í því níunda með 6 stig.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Rosengard í 1-0 sigri gegn Pitea. Liðið er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex leiki.

Böðvar í banni en Bjarni sá rautt

Böðvar Böðvarsson var ekki með Helsingborg í 0-1 sigri á GAIS í sænsku B-deildinni þar sem hann er í banni. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig eftir átta leiki.

Í sömu deild sá Bjarni Mark Antonsson rautt spjald í lok leiks í 1-2 sigri á Östers. Brage er í fjórtánda sæti með 5 stig eftir sjö leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot