fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Segir að komið sé fram við Hazard eins og morðingja

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale, leikmaður Tottenham á láni frá Real Madrid, hefur gagnrýnt spænska fjölmiðla harðlega fyrir framkomu þeirra gegn honum og Eden Hazard, leikmanni Real.

Bale kom til Real Madrid árið 2013. Hann hefur unnið fjölda titla og skorað yfir hundrað mörk á tíma sínum þar. Þrátt fyrir það hefur hann ekki verið vinsæll hjá liðsfélögum sínum eða spænskum blaðamönnum. Hann var gagnrýndur fyrir að falla ekki vel inn í menninguna í spænsku höfuðborginni, að tala spænsku illa og að blanda lítið geði með liðsfélögum sínum. Þá er það orðið frægt hversu mikið Bale spilar golf og virtist það pirra stuðningsmenn Madrídarliðsins hversu mikill tími færi í það.

,,Ef ég fór út með fjölskyldu eða vinum þá komu 20, 30, 40 manns upp að mér og gáfu mér ekkert pláss. Þú þarft að finna staði í Madríd þar sem þú ert ekki áreittur svona mikið,“ sagði Bale við The Times. 

Sjálfur segist Bale kunna ágætis spænsku. Hann vilji þó ekki tjá sig mikið við spænska fjölmiðla.

,,Ég ætla ekki að leyfa fjölmiðlum breyta lífi mínu eða því sem ég geri. Þeim líkaði örugglega minna við mig út af því. Ég samþykkti það. Ég tala nægilega góða spænsku til þess að bjarga mér og ég skil allt sem er í gangi. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlar segja þetta er sú að ég talaði ekki við þá.“

Bale ræddi einnig Eden Hazard. Sá síðarnefndi kom til Real frá Chelsea árið 2019 og hefur ekki gengið sem skildi. Hann mætti til leiks of þungur og hefur einnig verið mikið meiddur. Hann hefur því einnig verið skotspónn í spænskum miðlum.

,,Ég hef séð þetta. Það var bókstaflega eins og hann hefði drepið alla. Þetta er bara fótbolti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungir Íslendingar í eldlínunni í fyrramálið

Ungir Íslendingar í eldlínunni í fyrramálið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Arsenal gæti verið mikið meiddur

Leikmaður Arsenal gæti verið mikið meiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Högg í maga Liverpool