fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

,,Leikmenn Leeds sýndu okkur vanvirðingu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 09:00

Henderson ásamt Mo Salah.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að honum hafi fundist leikmenn Leeds sýna honum og liðsfélögum sínum vanvirðingu með því að vera í bolum sem á stóð ,,verðskuldið það“ (e. Earn it) eftir að tilkynnt var um að Liverpool væri eitt af þeim liðum sem ætlaði sér að taka þátt í Ofurdeild Evrópu.

Tilraun tólf evrópskra stórliða til að stofna Ofurdeildina í síðasta mánuði var harðlega gagnrýnd. Leikmenn Leeds klæddust bolunum sem um ræðir er þeir hituðu upp fyrir leik gegn Liverpool þann 19. apríl. Þetta gerðu þeir til að mótmæla stofnun deildarinnar.

Henderson segir að þetta hafi verið ósanngjarnt af Leeds þar sem leikmenn Liverpool hafi ekki haft neitt með málið að gera.

,,Bolirnir sýndu vanvirðingu. Leikmennirnir gerðu ekkert af sér. Þetta var ekkert sem við vildum,“ sagði Henderson við New York Times. 

Fyrirliðinn tók sjálfur afstöðu gegn Ofurdeildinni og er sagður hafa unnið gegn stofnun hennar á bakvið tjöldin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar