fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Kristján Óli hjólar í Sýn eftir uppákomu gærdagsins – ,,Drullast í gang“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. maí 2021 16:45

Mynd/KSI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert ósætti hefur verið í knattspyrnusamfélaginu hér á landi vegna tíðra vandræða með vefsjónvarp Stöðvar 2 Sport í kringum Pepsi Max-deildirnar. Útsendingar hafa ekki alltaf byrjað á réttum tíma, þær hafa stundum hökt og nú síðast var lokað á útsendingu of snemma. Þetta var rætt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

,,Ég var að horfa í kvöld, settist fyrir framan sjónvarpið, eða reyndar Ipadinn klukkan 18:00 og horfði á toppslag á Dalvík, KA-Víkingur. Fínn leikur. Menn voru greinilega sáttir við einn punkt þegar það var flautað til leiks. Svo líður leikurinn, Víkingar komast yfir. Uppbótartími, 94 mínútur á klukkunni. Elli á FM (Erlendur Eiríksson) bendir á punktinn, vítapsyrna. Ég í þessu frábæra vefsjónvarpi. Pepsi Max-veröldin. Einhver slakasta veröld Íslands. Heyrðu, þá bara frýs allt. Það voru 94 og hálf sem var komið. Þeir hafa væntanlega bara gert ráð fyrir því að útsendingin væri kannski 100 mínútur eða 98, með uppbótartíma. Þá bara slökknar á Ipadnum. Ég þarf bara að gjöra svo vel að logga mig inn á úrslit.net hjá Sörens og félögum til að sjá hvað hafði gerst,“ sagði pirraður Kristján Óli Sigurðsson, einn sérfræðinga þáttarins, um reynslu sína af vefsjónvarpinu.

Arnar Sveinn Geirsson tók í svipaðan streng. ,Þetta er náttúrulega bara ítrekað í gangi í þessari ‘veröld’. Þetta er bara þjónusta sem fólk er að borga fyrir. Það er verið að bjóða upp á eitthvað. Það er verið að segja að það hafi aldrei verið meiri umfjöllun um íslenskan fótbolta, aldrei búið að gera betur en núna og þetta er það sem er verið að bjóða upp á.“

Hægt er að horfa á alla leiki í efstu deildum í knattspyrnu hér á landi í fyrsta sinn í ár. Marga þeirra má þó aðeins sjá á netinu. Kristján vill frekar sjá Stöð 2 Sport nýta hliðarrásir sínar í útsendingarnar.

,,Ég bara skil ekki. Er dýrara fyrir Sýn að vera með tómar sportstöðvar. Þeir eru með sport 1, 2, 3, 4 og jafnvel 5. Er dýrara að setja þetta inn á þær stöðvar?. Það eru endursýningar frá einhverjum körfuboltaleikjum sem eru tveggja vikna gamlir í staðinn fyrir að setja þessa leiki á? Það voru bara tveir í gangi á sama tíma.“

Að lokum bætti Kristján svo við ,,Drullast í gang. Standard takk.“ 

Þennan þátt Dr. Football má nálgast hér. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot