fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Lengjudeld karla: Fram og ÍBV með stórsigra – Fyrstu stig Þróttar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. maí 2021 21:23

Guðjón Pétur Lýðsson. Mynd/ÍBV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikir fóru fram í 3. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. ÍBV, Fram, Fjölnir, Kórdrengir og Þróttur unnu öll sína leiki.

ÍBV burstaði Aftureldingu í Mosó

Guðjón Pétur Lýðsson kom ÍBV yfir með marki úr vítaspyrnu eftir stundarfjórðung á útivelli í kvöld. Sito tvöfaldaði forystu Eyjamanna stuttu síðar. Gonzalo Zamorano kom þeim svo í 0-3 í lok fyrri hálfleiks. Gonzalo var aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleiks með mark. Sito átti svo eftir að skora eitt mark í viðbót á 55. mínútu. Lokatölur 0-5 fyrir ÍBV. Þetta var fyrsti sigur ÍBV í mótinu. Afturelding er með 4 stig.

Öruggt hjá Fram 

Indriði Áki Þorláksson kom Fram yfir á heimavelli gegn Þór á 14. mínútu. Kyle Douglas McLagan og Frederico Bello Saraiva bættu svo við tveimur mörkum fyrir heimamenn í lok fyrri hálfleiks. Indriði Áki skoraði sitt annað mark um miðbik seinni hálfleiks. Bjarni Guðjón Brynjólfsson minnkaði muninn fyrir Þór í uppbótartíma. Lokatölur 4-1. Fram er með fullt hús stiga. Þór hefur 3 stig.

Góður útisigur Fjölnis

Fjölnir vann Grindavík á útivelli. Ragnar Leósson kom þeim yfir á 57. mínútu og Hilmir Rafn Mikaelsson tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Lokatölur 0-2. Fjölnir er með fullt hús stiga. Grindavík er með 3 stig.

Víkingur Ó. enn án stiga eftir tap gegn Kórdrengjum

Loic Cedric Mbang Ondo kom Kórdrengjum yfir á útivelli gegn Víkingi Ólafsvík eftir tæpar 20 mínútur. Davíð Þór Ásbjörnsson gerði tvö mörk til viðbótar fyrir gestina í fyrri hálfleik. Harley Willard minnkaði muninn úr vítaspyrnu seint í leiknum. Lokatölur 1-3. Kórdrengir eru með 4 stig en Ólsarar eru án stiga.

Þróttur náði í sín fyrstu stig

Daði Bergsson kom Þrótti yfir gegn Selfyssingum á 21. mínútu í Laugardalnum í kvöld. Lárus Björnsson tvöfaldaði forystu þeirra um miðbik seinni hálfleiks. Hrvoje Tokic minnkaði muninn fyrir gestina stuttu síðar. Hafþór Pétursson innsiglaði sigur Þróttar undir lok leiks. Bæði lið eru með 3 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar
433Sport
Í gær

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað