fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Tveir ungir Íslendingar fá þunga refsingu fyrir fordóma – ,,Pólska drasl“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 18:10

Mynd/KSI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur dæmt tvo leikmenn í fimm leikja bann vegna ummæla um leikmann í liði andstæðinga sinna. Ummælin fela í sér fyrirlitningu og niðurlægingu í orði.

,,Pólska drasl“

Í öðrum úrskurðinum er Viktor Smári Elmarson dæmdur í bann fyrir að hafa kallað andstæðing sinn ,,pólskt drasl.“ Aga- og úrskurðardnefndin segir ummælin fela í sér fyrirlitningu og niðurlægingu í orði varðandi þjóðernisuppruna. Ummælin áttu sér stað þegar hann lék æfingaleik með Magna gegn Aftureldingu á Dalvíkurvelli. Hann er hins vegar leikmaður FH. Viktor, sem er fæddur árið 2002, var ekki skráður í Magna þegar leikurinn fór fram en félagið fær þó 100 þúsund króna sekt.

Hér er niðurstöðukaflinn í úrskurði um mál Viktors í heild sinni:

Það er mat aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, m.t.t. þeirra gagna sem aflað hefur verið í málinu, að með hinum umdeildu ummælum hafi leikmaðurinn gerst brotlegur við ákvæði 15.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Hafi ummæli leikmannsins, „Pólska drasl“ falið í sér fyrirlitningu og niðurlægingu í orði varðandi þjóðernisuppruna leikmanns andstæðinga. Vegna brotsins skal leikmaðurinn sæta leikbanni í 5 leiki í keppnum og banni frá Dalvíkurvelli á meðan bannið varir.

Leikmaðurinn var ekki á vegum FH er hann lék æfingaleik með Magna á Dalvíkurvelli og kom FH þar hvergi nærri. Eins og mál þetta er vaxið er það mat aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði til þess að refsa knattspyrnudeild FH í málinu með fjársekt. Telja verður að með því að leika undir merkjum knattspyrnudeildar Magna, hafi leikmaðurinn haft hlutverk á vegum Magna í tengslum við leikinn sem leikmaður. Samkvæmt 4.2. gr. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er knattspyrnudeild Magna því ábyrg fyrir framkomu leikmannsins í tengslum við leikinn og skal skv. grein 15.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál sektuð um kr. 100.000.“

,,Fokking hommi“

Í hinu málinu er Svavar Arnar Þórðarson, leikmaður Njarðvíkur, dæmdur í bann fyrir að hafa sagt ,,fokking hommi“ við andstæðing sinn í leik í 2. flokki. Nefndin segir í niðurstöðu sinni að ummælin feli í sér niðurlægingu í orði með vísan til kynhneigðar. Svavar er fæddur árið 2004. Njarðvík, líkt og Magni, fær 100 þúsund krónur í sekt.

Hér má sjá niðurstöðuna úr úrskurði um mál Svavars í heild sinni:

„Það er mat aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, m.t.t. þeirra gagna sem aflað hefur verið í málinu, að með hinum umdeildu ummælum hafi leikmaðurinn gerst brotlegur við ákvæði 15.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Hafi ummæli leikmannsins; „fokking hommi“ falið í sér fyrirlitningu og niðurlægingu í orði með vísan til kynhneigðar leikmanns andstæðinga. Vegna brotsins skal leikmaðurinn sæta leikbanni í 5 leiki í öllum keppnum á vegum KSÍ og banni frá Domusnova vellinum í Reykjavík á meðan bannið varir.

Telja verður að með því að leika undir merkjum knattspyrnudeildar UMFN, hafi leikmaðurinn haft hlutverk á vegum Njarðvíkur í tengslum við leikinn sem leikmaður. Auk þess sem hann er skráður leikmaður með keppnisleyfi hjá Njarðvík. Samkvæmt 4.2. gr. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er knattspyrnudeild Njarðvíkur því ábyrg fyrir framkomu leikmannsins í leiknum og skal skv. grein 15.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál sektuð um kr. 100.000.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot