fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Böðvar sá rautt – Mikael og félagar að missa af titlinum?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 21:11

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum í Danmörku, Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð fyrr í dag og í kvöld.

BATE vann 2-1 sigur á Sputnik í Hvít-Rússnesku úrvalsdeildinni. Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði BATE en þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla. Lið hans er í öðru sæti deildarinnar með 23 stig eftir tíu umferðir.

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Helsingborg sem tapaði 0-2 gegn Norrby í sænsku B-deildinni. Hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 67. mínútu. Helsingborg er um miðja deild með 9 stig eftir sjö umferðir.

Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður fyrir Midtjylland og spilaði um tíu mínútur í 4-2 tapi gegn FCK í dönsku úrvalsdeildinni. Midtjylland er enn á toppi meistarahluta (e. championship group) deildarinnar með 57 stig. Bröndby og FCK eru með 55 stig. Midtjylland og FCK eiga eftir að leika einn leik en Bröndby á tvo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líkur á að Tyrkinn verði í marki United í byrjun tímabils

Líkur á að Tyrkinn verði í marki United í byrjun tímabils
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“
433Sport
Í gær

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool