fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

,,Ef þú átt hvergi heima þá ertu bara útigangsmaður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 18:28

Mynd/Heimasíða Fram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Gunnar Sigurðsson, oft kallaður Gunnar á völlum eða Gunni Samloka, skaut á Fram í hlaðvarpsþættinum Innkastið á Fótbolta.net í vikunni. Þar sagðist hann hafa miklar framtíðaráhyggjur af liðinu þar sem það sé ,,heimilislaust.“

Fram hefur undanfarin ár flakkað á milli heimavalla. Karlaliðið lék lengi vel á Laugardalsvelli og árið 2015 léku þeir hluta mótsins í Úlfarsárdal. Þeir fluttu þó aftur í Laugardalinn stuttu síðar áður en liðið færði sig svo í Safamýri árið 2019. Þar hefur félagið einmitt verið með höfuðstöðvar lengi. Á næsta ári mun félagið þó flytja sig á nýtt íþróttasvæði í Úlfarsárdal. Þá mun Víkingur Reykjavík taka við Safamýri.

,,Einhverra hluta vegna þá bý ég í Safamýrinni, sem er Víkings Reykjavíkur-hverfið í dag en Frammararnir spila samt leikina sína í Víkings-hverfinu og það náttúrulega fjölmennti allt fólkið úr Grafarholtinu að sjá sitt lið spila,“ sagði Gunnar í kaldhæðnum tón. Hann bætti svo við ,,Það náttúrulega var ekki kjaftur frá þeim.“ Þarna ræddi hann áhorfendur á leik Fram og Víkings frá Ólafsvík.

,,Þetta voru bara ‘hard-core’ Frammararnir úr þessu hverfi sem mættu.“ Framtíðar áhyggjur mínar af Frömmurunum eru miklar. Þeir kunna að vera sætir á velli og allt það en ef þú átt hvergi heima þá ertu bara útigangsmaður og það fer ekki vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu