fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Gunnar tjáir sig um það sem „ekki þolir dagsins ljós“ – „Ég vil ekki meir, mér finnst þetta skítugt og mannskemmandi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 14:00

Gunnar sér lítinn mun á Pornhub og kókaín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný bylgja Metoo-byltingarinnar hefur fengið nokkuð á Gunnar Dan Wiium, smíðakennara, og gert það að verkum að hann hefur horft í eigin barm varðandi framkomu gagnvart konum. Hann skrifar um vitundarvakningu sína í pistlum sem hafa birst hjá Vísi.

Í dag beinir Gunnar máli sínu meðal annars að klámneyslu og áhrifum hennar.

Ég ætla ekki að fara yfir þau brot sem ég lít svo á að séu uppgerð heldur ætla ég að fara yfir það sem stendur eftir óuppgertóupplýst. Það sem þolir ekki dagsins ljós eins og ég sagði hér að ofan. Ég er að tala um klámneysluég segi neyslu því ég sem fyrrum fíkill og alkahólisti sé í dag lítinn mun á neyslu kókaíns og pornhub. Sama spennan er beðið er eftir dílernumsömu boðefnin, sami ásetningurinn sem er flótti og tengslarof. Boðefna fyllerí eins og góður maður sagði eitt sinn.“

Gunnar segir klámheiminn opnast strákum þegar þeir eru mjög ungir.

„En já, við erum oftast ungir. Í mínu tilfelli inni á heimili vinar míns bara rétt um 10 ára aldur, einn pabbinn með klámblöð í stæðum á náttborðinu hjá sér. Þetta var eins og að finna stargate, hlið inn í nýja vídd.“

Klámið hafi svo mótað viðhorf Gunnars og haft áhrif á hugmyndir hans um kynlíf.

Klámið mótaði mín viðhorf og mína nálgun til kynlífs enda besti vinur minn í mörg ár áður en ég svo sjálfur komst í raunverulegt kynlíf sem varla stóðst væntingar út frá samanburði við alla þessa leikstýrðu vini mína.“

Engin hafi talað við hann um þessi mál. Klámáhorfið hafi verið eitthvað sem ekki var talað um. Eftir að Internetið hafi komið til sögunnar hafi möguleikarnir á klámneyslu aukist til muna.

„Leikurunum sem maður þekkti með nöfnum er nú skipt út fyrir nýja. Þeir skipta hundruðum, þúsundum, venjulegt fólkfólk eins og ég, yngra, ungt fólk. Og oft, svo sjáanlega, ungt fólk í veseni. Það skín af því þjáningin, ekkert Hollywood setup, engin sérstök lýsing, enginn leikur bara grimmd og niðurlæging. Eins og hinir svokölluðu leikarar hefðu bara verið pikkaðir upp af götunni sem þeir örugglega hafa verið.

Ég hef heyrt um karlmenn sem eru háðir klámi á hátt sem virðist ótrúlegurÉg er að tala um átján tíma klámsession án matar og drykkjar bakvið luktar dyr þar til viðkomandi dettur einfaldlega í blackout því heilinn hættir að framleiða boðefni. Ég lýg þessu ekki, þessar sögur hef ég heyrt, margar. Ég hef heyrt af mönnum sem missa fjölskyldur, vinnu, lífið sökum klámneyslu.“

Persónulega fylgdi klámið Gunnari in á fullorðinsárin. En nú er neysla þess farin að hafa áhrif á samvisku hans.

Hún hefur alls ekki verið regluleg né mikil síðustu ár en þegar hún dúkkar upp þá kemur upp þessi skömm og þessi sárindi sem alltaf fylgja því að gera gegn betri vitund. Þessi sekt yfir því að vera eftirspurn sem framkallar markaðinn sem ég svo innilega trúi og innst inni veit fyrir mitt leyti og samkvæmt minni sannfæringu að er eyðileggjandi afl en ekki göfgandi á neinn hátt.“

Gunnar hefur því ákveðið að klám sé ekki eitthvað sem hann vill í sínu lífi.

Klámneysla er fyrir mig í dag ekki ókeypis þótt að efnið kosti ekki krónu gegn nokkrum fingrahreyfingum. Neyslan kostar mig nauðsynleg boðefni sem annars ég get notað einmitt í að göfga umhverfi mitt. Neyslan kostar mig heilbrigða veru í samneyti við konur hvort sem er á vinnustað eða innan heimilis.

Þessi neysla hefur verið að rjátlast af mér síðustu árin en þessi yfirlýsinguppljóstrun, er síðasti naglinn. Ég vil ekki meir, mér finnst þetta skítugt og mannskemmandi. Ég vil vera heill og ég vil geta sinnt mínum skyldum af heilum hug með hreina samvisku.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim