fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Brunaútsala á Spáni í sumar – Þessi tíu sagðir til sölu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. maí 2021 16:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er tilbúið að selja allt að tíu leikmenn í sumar, Florentino Perez forseti félagsins vill hreinsa til og byrja að smíða saman nýtt lið.

Einnig er talið líklegt að Zinedine Zidane láti af störfum sem þjálfari en hann ku íhuga það alavarlega að stíga frá borði.

Samkvæmt AS á Spáni verður Eden Hazard til sölu í sumar, Hazard er þrítugur en hefur aðeins spilað 40 leiki á tveimur árum. Hann kostaði félagið 130 milljónir punda þegar hann kom frá Chelsea.

Raphael Varane verður til sölu í sumar en varnarmaðurinn á þá aðeins ár eftir af samningi sínum og félagið þarf að skoða það að selja hann.

Manchester United, Chelsea og PSG eru öll áhugasöm um það að kaupa Varane sem er 28 ára gamall.

Real Madrid á sér þann draum að losna við Gareth Bale alfarið af launaskrá í sumar, hann er nú á láni hjá Tottenham. Luka Jovic, Marco Asensio, Isco, Mariana Diaz og Borja Mayoral verða allir til sölu.

Þá vill Real Madrid einnig selja Dani Ceballos sem er á láni hjá Arsenal og þá gæti Marcelo horfið á braut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot