fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Krísuástand í Manchester – Konurnar hafa fengið nóg

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. maí 2021 12:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru læti í herbúðum kvennaliðs Manchester en fjórir leikmenn vilja losna frá félaginu og fylgja þar með þjálfara félagsins. Ástæðan er slæmur aðbúnaður sem kvennaliðið býr við. Casey Stoney sagði starfi sínu lausu sem þjálfari kvennaliðs Manchester United en ástæðan er sú að félagið hefur lagt lítinn í metnað að í að bæta aðstöðuna sem kvennaliðið notar.

United leitar nú að nýjum þjálfara en Stoney er ósátt með það hvernig félagið hefur dregið lappirnar og kemur fram við liðið. Kvennaliðið hefur síðustu mánuði æft á Carrington æfingasvæðinu þar sem karlaliðið æfir einnig. Stelpurnar nota hins vegar ekki bygginguna sem karlaliðið notar.

Fyrstu mánuðina eftir að liðið byrjaði að æfa á Carrington svæðinu var ekki í boði fyrir stelpurnar að fara í sturtu eftir æfingar, nú er búið að setja upp gáma þar sem hægt er að fara í sturtu. Stelpurnar fengu svo völl til að æfa en hann er eins langt frá húsinu og hægt er að hugsa sér, um tíu mínútna gangur er á æfingavöllinn. Stoney og leikmenn hafa kvartað undan því enda er langt að skreppa á klósettið ef þess þarf.

Líkamsrækt fyrir leikmenn kvennaliðsins var einnig sett upp en um var að ræða stórt tjald, við þetta var þjálfarinn ósáttur. Stelpurnar vory fyrst um sinn á Leigh æfingasvæðinu sem U23 ára lið United notar í leikjum sínum, stelpurnar kröfðust þess að yfirgefa svæðið. Völlurinn var slæmur og meiðsli voru tíð.

Leikmenn og þjálfarar kvennaliðs United eru ósáttir og þá sérstaklega þegar þær bera sig saman við Manchester City. Þar er allt gert fyrir kvennalið félagsins og fá þær alla sömu aðstöðu og karlalið félagsins.

Leikmenn eru sammála Stoney og vilja fá betri aðstöðu hjá félaginu, fjórir lykilmenn samkvæmt enskum blöðum hafa fengið nóg og vilja burt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óhugnanlegt myndband náðist um helgina – Réðst á manninn sem hefur ekki farið í klippingu lengi

Óhugnanlegt myndband náðist um helgina – Réðst á manninn sem hefur ekki farið í klippingu lengi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill fara frítt til Real Madrid næsta sumar

Vill fara frítt til Real Madrid næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valsmenn björguðu stigi í uppbótartíma – Halda góðu forskoti á Blika í baráttu um Evrópu

Valsmenn björguðu stigi í uppbótartíma – Halda góðu forskoti á Blika í baráttu um Evrópu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft
433Sport
Í gær

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar
433Sport
Í gær

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld