fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

PSG með stórsigur – Mikil spenna í toppbaráttunni fyrir lokaumferðina

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 20:57

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins eitt stig skilur að Lille og Paris Saint-Germain fyrir lokaumferðina í Ligue 1 í Frakklandi fyrir lokaumferðina. Heil umferð fór fram í kvöld.

PSG vann öruggan 4-0 sigur á Reims á heimavelli. Neymar skoraði fyrsta markið úr víti snemma leiks og Kylian Mbappe mark númer tvö tíu mínútum síðar. Marquinhos og Moise Kean bættu svo við mörkum í seinni hálfleik.

Lille missteig sig gegn Saint-Etienne á heimavelli sínum á sama tíma. Leiknum þar lyktaði með markalausu jafntefli.

Monaco vann Rennes 2-1 á heimavelli og á enn tölfræðilegan möguleika á titlinum, þó mjög lítinn. Þeir þyrftu að vinna í lokaumferðinni, treysta á að Lille tapi og vinna upp sex marka forskot sem Lille hefur á þá á markatölu.

Lyon vann 2-5 útisigur á Nimes en á þó ekki lengur tölfræðilegan möguleika á titlinum.

Lille er í efsta sæti með 80 stig fyrir lokaumferðina. PSG er með stigi minna í öðru sæti. Monaco er svo í því þriðja með 77 stig og Lyon í fjórða með 76 stig. Efstu tvö liðin fara beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og liðið í þriða sæti í umspil.

Lokaumferðin hjá toppliðunum

Brest – PSG

Lens – Monaco

Lyon – Nice

Angers – Lille

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp