fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Mjólkurbikar kvenna: Afturelding áfram eftir vítaspyrnukeppni – KR og F/H/L með sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afturelding, KR og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir sigur á andstæðingum sínum í 3. umferðinni í dag.

Sara Dögg Ásþórsdóttir kom Gróttu yfir gegn Aftureldingu á 5. mínútu í Mosfellsbæ. Jade Arianna Gentile jafnaði fyrir heimakonur þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Janft var eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að fara í framlengingu. Tinna Jónsdóttir kom gestunum aftur yfir á 6. mínútu framleningarinnar. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir jafnaði leikinn fyrir Aftureldingu á 22. mínútu hennar. Leikurinn fór því alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar var mikil dramatík og þurfti að taka eina umferð af bráðabana. Afturelding vann vítaspyrnukeppnina að lokum 5-4 og fer því áfram.

Í Vesturbæ kom Harpa Helgadóttir Augnabliki yfir gegn KR eftir stundarfjórðung. Reynsluboltinn Katrín Ómarsdóttir jafnaði fyrir heimakonur rétt fyrir leikhlé. KR kláraði svo leikinn með tveimur mörkum undir lokin. Katrín tvöfaldaði forystuna með sínu öðru marki á 84. mínútu áður en Margrét Edda Lian Bjarnadóttir skoraði þriðja markið. Lokatölur 3-1.

Á Höfn töpuðu heimakonur í Sindra 0-2 fyrir Fjarðabyggð/Hetti/Leikni. Halldóra Birta Sigfúsdóttir kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleik og Hafdís Ágústsdóttir skoraði seinna mark þeirra í lok fyrri hálfleiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Í gær

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea