fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Viðar Örn skoraði – Hjörtur og félagar töpuðu dýrmætum stigum í stórleiknum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 16:09

Viðar Örn Kjartansson í leik með landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar hafa verið í eldlínunni um alla Evrópu síðustu klukkustundirnar. Hér er stutt yfirferð fyrir það sem hefur verið í gangi:

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby og spilaði 60 mínútur í 2-1 tapi gegn FCK í efri hluta (e. championship group) dönsku úrvalsdeildarinnar. Lið hans er í öðru sæti með 55 stig, tveimur stigum frá toppnum, þegar tvær umferðir eru eftir.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Darmstadt í 5-1 sigri á Heidenheim í þýsku B-deildinni. Ein umferð er eftir og er Darmstadt í áttunda sæti með 48 stig.

Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði Napoli í markalausu jafntefli gegn Verona í Serie A. Hún fór þó meidd út af eftir 25 mínútur. Napoli er stigi fyrir ofan fallsæti fyrir lokaumferðina.

Elías Rafn Ólafsson stóð í marki Fredericia sem tapaði 2-1 gegn Helsingör í dönsku B-deildinni. Liðin leika í efri hluta (e. promotions group) deildarinnar eftir að henni var skipt upp. Fredericia er í fimmta sæti með 44 stig.

Viðar Örn Kjartansson byrjaði inn á og skoraði fyrir Valarenga í 1-2 tapi gegn Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni. Brynjólfur Willumsson var þá í byrjunarliði sigurliðsins. Hann spilaði um 70 mínútur. Valarenga er með 4 stig eftir þrjá leiki en Kristansund hefur 3 stig.

Samúel Kári Friðjónsson byrjaði inn á fyrir Viking og spilaði rúman klukkutíma í 0-1 tapi gegn Tromsö í sömu deild. Adam Örn Arnarsson kom inn á sem varamaður í lokin fyrir Tromsö. Adam og félagar eru með 4 stig eftir þrjár umferðir. Viking er með 3 stig.

Berglind Rós Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro í 0-2 sigri gegn Pitea í sænsku úrvalsdeildinni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat á varamannabekk liðsins. Örebro er í sjötta sæti með 7 stig eftir fimm leiki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Í gær

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Í gær

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United