fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

PSG bætist í kapphlaupið um Ramos – Ætla að byggja upp ógnarsterkt lið

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 15:21

Sergio Ramos í leik með Real Madrid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain hefur bæst í hóp þeirra félaga sem hafa áhuga á því að fá Sergio Ramos, miðvörð Real Madrid, þegar samningur hans rennur út í sumar. AS greinir frá þessu.

Mörg lið eru talin hafa áhuga á leikmanninum en PSG er nú talið vera hvað áhugasamast. Ramos ræddi víst um hugsanlega skipti til frönsku höfuðborgarinnar við Florentino Perez, forseta Real, í janúar. Það tjáði leikmaðurinn forsetanum að PSG ætlaði að byggja upp ógnarsterkt lið með hann sjálfan og Lionel Messi innanborðs. Perez hefur þó neitað að tjá sig um þennan fund þeirra.

Ramos hefur undanfarna daga fylgt nokkrum leikmönnum PSG á Instagram og hefur það ýtt undir orðróma um möguleg skipti hans.

Þrátt fyrir þetta þá á leikmaðurinn að hafa áhuga á því að framlengja samning sinn í spænsku höfuðborginni. Aftur á móti hefur honum ekki komið saman við félagið um lengd samningsins sem hann á skilið að fá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Í gær

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Í gær

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United