fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Íslensk kona sem tveir menn nauðguðu hefur beðið í meira en fjögur ár eftir að málinu ljúki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 18:00

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þann 4. febrúar 2017 var ungri konu nauðgað af tveimur mönnum í kjallaraíbúð í Reykjavík. Mál hennar hefur enn ekki verið endanlega til lykta leitt af dómstólum. Rúmlega fjögur ár eru langur tími fyrir fórnarlamb nauðgunar, langur tími til að ná áttum eftir áfall og fóta sig á ný,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag.

Rekur hún þar þrautagöngu þessarar konu í réttarkerfinu eftir að hafa upplifað skelfilegt ofbeldisbrot. Aðalheiður bendir á með dæmum um það sem var í gangi snemma árs 2017 hvað  þetta er langur tíma til að bíða eftir úrlausn sinna mála:

„Þeir sem ekki átta sig á hvað fjögur ár eru langur tími, geta miðað við forsetatíð Donalds Trump en hann var nýtekinn við embætti forseta Bandaríkjanna þegar konunni var nauðgað. Líkamsleifar Birnu Brjánsdóttur voru nýfundnar og rannsókn stóð yfir á dauða hennar. Björt Ólafsdóttir var umhverfisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Enn var um það bil hálft ár í að #metoo byltingin hæfist. Umræða um uppreist æru til handa kynferðisbrotamönnum hófst ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir að konan var í kjallaranum með kvölurum sínum.

Á meðan konan hefur beðið eftir lyktum síns máls hafa morð verið framin, rannsökuð, upplýst og morðingjar sakfelldir, fíkniefniframleiðsla gerð upptæk og framleiðendum refsað. Heilt millidómstig hefur verið sett á laggirnar, dómarar þess skipaðir og Mannréttindadómstóll Evrópu kveðið upp áfellisdóm yfir því bæði í undirrétti og yfirdeild.“

Aðalheiður rekur feril málsins. Rannsókn hófst strax og atvikið var kært. Eðlilegur gangur var á rannsókninni næstu mánuði en síðan varð 10 mánaða langt óútskýrt hlé á henni. Rannsókn var svo tekin upp aftur í mars árið 2018 og ákæra var gefin út á mennina í maí 2019.

Þeir voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í nóvember árið 2019 í héraðsdómi.

Landsréttur mildaði síðan dóminn yfir mönnunum um hálft ár vegna þess hvað rannsókn málsins hefði dregist. Ríkissaksóknari sætti sig ekki við þá niðurstöðu og málið verður tekið fyrir í Hæstarétti í  næsta mánuði.

Eftir að hafa rakið feril málsins segir Aðalheiður síðan:

„Saga þessarar konu er alls ekki óvenjuleg í reynsluheimi þeirra kvenna sem kæra kynferðisbrot. Saga hennar er saga allra kvenna. Hún er kvenkynssaga Íslands í hnotskurn. Konan getur aðeins þakkað fyrir að málið hennar fyrndist ekki á meðan lögreglan hafði öðrum hnöppum að hneppa.

En konur landsins gefast ekki upp þótt lögreglan sé á Onlyfans að leita að klámi og dómstólarnir á einhverju flippi sem enginn skilur. Þær hafa leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu með harma sína og fengið þar áheyrn. Sú hreyfing sem nú er risin upp gegn þessu óréttlæti mun ekki lognast út af fyrr en brugðist verður við og ofbeldi gegn konum tekið alvarlega.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi